Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Ég veit þú kemur vinur minn
með vorið inn í líf mitt
Ég heyra vil allan huga þinn
og horfa á brosið þitt

Þú einn mig þekkir út og inn
þú veist ég þrái þig
Græðir þú og gleður mitt sinn
og gælir blítt við mig

Ákafan dreymir mig ástarfund
með ástinni sönnu minni
Mér mun aldrei gleymast sú stund
er hönd mín verður í þinni

Svo ósköp sæll og sætur þú verður
standandi á önd
Þú ert nú bara þannig gerður
biðjandi um mína hönd

Sannarlega ég sé þig svitna
svarið viltu fá
Biðin má ei á þér bitna
Besti..... ég segi já  
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf