Himnaríki eða helvíti
Ef sanngjarn og góður
hví refsar hann mér þá?
af heiminum ég verð óður
þessum grimma stað, ég lifi á.

Ég dreg mínar lötu lappir
áfram hvern ljótan dag
ég gretti mig og hveina,
á guði ég hef lítið lag.

Það er ekki mér að kenna
þó enginn vilji góður vera
það er þessi borgarspenna,
það er alltof mikið að gera.

Með guði við stigum fyrstu skrefin
Þau voru örugg og trygg
en svo kom fjandans guðs efinn,
og í sæng með djöflinum, ég nú ligg!
 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans