Kvíðastormur
Langþreyttur og lúinn kvíðinn
lötrar hægt um sálina
Telur vart sinn tíma liðinn
tæma vill hann skálina

Hella vill úr hroða sínum
og hjarta mitt hylja
Vælandi hann veitist að huga mínum
vill vonir mínar mylja

Hann þekkir ekki nýju þankana mína
því allt er orðið breytt
Vill ekki kannast við veikleika sína
vill bara að allt sé þreytt

Baráttu okkar mun bráðum ljúka
því bænin stóra er mín
Lengst í hugarfylgsnum mun húka
hundskist hann heim til sín
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf