Kvíðastormur
Langþreyttur og lúinn kvíðinn
lötrar hægt um sálina
Telur vart sinn tíma liðinn
tæma vill hann skálina
Hella vill úr hroða sínum
og hjarta mitt hylja
Vælandi hann veitist að huga mínum
vill vonir mínar mylja
Hann þekkir ekki nýju þankana mína
því allt er orðið breytt
Vill ekki kannast við veikleika sína
vill bara að allt sé þreytt
Baráttu okkar mun bráðum ljúka
því bænin stóra er mín
Lengst í hugarfylgsnum mun húka
hundskist hann heim til sín
lötrar hægt um sálina
Telur vart sinn tíma liðinn
tæma vill hann skálina
Hella vill úr hroða sínum
og hjarta mitt hylja
Vælandi hann veitist að huga mínum
vill vonir mínar mylja
Hann þekkir ekki nýju þankana mína
því allt er orðið breytt
Vill ekki kannast við veikleika sína
vill bara að allt sé þreytt
Baráttu okkar mun bráðum ljúka
því bænin stóra er mín
Lengst í hugarfylgsnum mun húka
hundskist hann heim til sín