Í mínu höfði.
Það sem getur gerst í einu mannshöfði.
Framtíð mannanna ákveðin,
framandi heimar skapaðir
syndir afmáðar.
Allt í huga eins manns.
Og þar eru bardagar lífs míns háðir.
Þar á vígvelli hugans er ég óbreyttur hermaður í skotgröf.
Kúlur á milli stríðandi fylkinga þjóta.
Togstreitan er á milli góðs og ills.
Þar er ég verðandi einræðisherra,
sem vill einangra þegna sína frá umheiminum,
svo að þeir geri ekki uppreisn
að stríði loknu.
Framtíð mannanna ákveðin,
framandi heimar skapaðir
syndir afmáðar.
Allt í huga eins manns.
Og þar eru bardagar lífs míns háðir.
Þar á vígvelli hugans er ég óbreyttur hermaður í skotgröf.
Kúlur á milli stríðandi fylkinga þjóta.
Togstreitan er á milli góðs og ills.
Þar er ég verðandi einræðisherra,
sem vill einangra þegna sína frá umheiminum,
svo að þeir geri ekki uppreisn
að stríði loknu.
Samið á Kvíabryggju 2000. Þegar ég háði stríð mitt við máttarvöldin.