Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Karmur grænn
Rúða, herumbil hrein,
Þó í hornum hennar skítur
er árin hafa safnað saman.
Handan gluggans er möl sem
er flöt að varnargarði, stórgrýttum.
Hafið sleikir garðinn og það skilur sitt salta vatn eftir á honum og
það er sem silfur þynnur fljóti á vegna þess að sólin skín
Þvílíkt glit, þvílík stemmning.
Fjöllin grimm gnæfa yfir það
allt í hring en dempast hefðarlega niður í dali
Svo að þau gangi ekki alveg framaf manni.
En eitt þeirra er klofið og reyndar
minnir það mig á það.
Þangað ætla ég að fara í sumar og skríða í gegn
Upp á topp og þar ætla ég að sleikja roða upphimins
ekki mikið, en samt nóg til að láta tilveruna bólgna út í það óþekkta
og ég ætla líka að skrúfa peruna úr henni svo að nóttin geti skollið á.
En nú, allt er kyrrt og fuglar fljúga eins og smákóngar sem-
virðast ríkja yfir himnunum
hér neðarlega í henni (tilverunni).
Sú sýn svo fögur, ekkert fær henni hróflað…
Nema þá hvellur úr byssu veiðimanns sem rífur hjúp hennar.
Og þá er dauðinn í henni
og sú stemming sem honum fylgir ráðandi.
En hér sit ég í stól áhorfandi, þetta var ekki minn fugl
svo ég sný mér í hring og það hlakkar í mér því að það
er að koma sumar á Vestfjörðum.
Rúða, herumbil hrein,
Þó í hornum hennar skítur
er árin hafa safnað saman.
Handan gluggans er möl sem
er flöt að varnargarði, stórgrýttum.
Hafið sleikir garðinn og það skilur sitt salta vatn eftir á honum og
það er sem silfur þynnur fljóti á vegna þess að sólin skín
Þvílíkt glit, þvílík stemmning.
Fjöllin grimm gnæfa yfir það
allt í hring en dempast hefðarlega niður í dali
Svo að þau gangi ekki alveg framaf manni.
En eitt þeirra er klofið og reyndar
minnir það mig á það.
Þangað ætla ég að fara í sumar og skríða í gegn
Upp á topp og þar ætla ég að sleikja roða upphimins
ekki mikið, en samt nóg til að láta tilveruna bólgna út í það óþekkta
og ég ætla líka að skrúfa peruna úr henni svo að nóttin geti skollið á.
En nú, allt er kyrrt og fuglar fljúga eins og smákóngar sem-
virðast ríkja yfir himnunum
hér neðarlega í henni (tilverunni).
Sú sýn svo fögur, ekkert fær henni hróflað…
Nema þá hvellur úr byssu veiðimanns sem rífur hjúp hennar.
Og þá er dauðinn í henni
og sú stemming sem honum fylgir ráðandi.
En hér sit ég í stól áhorfandi, þetta var ekki minn fugl
svo ég sný mér í hring og það hlakkar í mér því að það
er að koma sumar á Vestfjörðum.
Samið á Flateyri vorið 2001.