Lítið fræ.
Gleðin gagntekur mig.
Lítið fræ vex mér innra.
Öll mín áralanga bið
bar ávöxt.
Allar mínar óskir
eru uppfylltar.

Vakna einn morguninn,
líður ekki vel.
Mig verkjar.
Afreka daginn með herkjum.
Um kvöldið kemur blóð.

Hringi í lækni, leggstu fyrir,
ekkert annað hægt að gera.
farðu þér varlega.
Liggðu fyrir.
Græt úr mér augun.

Framtíðin virðist svört.
Er óhuggandi.
Hvar er fræið mitt?
Því er það farið?
Engillinn fór aftur til himna.

Vjofn (2004)  
Vjofn
1979 - ...


Ljóð eftir Vjofn

Ástin,
Kraftur ástarinnar.
Frelsi.
Keisarinn í Kína.
Indíánabardagi Lífsins.
Við.
With Love
Hann
Umhverfi.
Rósin
Fjarlægðin.
Andvaka
Vináttan & Frelsið.
Minning
Tilfinningastríð
Eskifjörður!
To go in life.
Minningin mæta.
Nærvera
Hversu.
Litlir englar.
Ljósir lokkar.
Lítið fræ.
Afhverju ég?
Við hlið mér!