Maríukvæði
Máríu öll,
minnumst blíð,
máttugust allra meyja;
í mynd
-kærleikans;
kemur og vitjar
kvöldstund eina.
Kemur og sækir
krónu þyrna,
kærust vitjar vinar síns.

Kveður í hljóði
á kveldi myrkvu,
kristi vís og kærastur;
klettur lifenda,
-hugaður;
faðir hirðar
fremstur á leið
að ljúfum endi
er lifnar nýtt líf,
í ljósi mildu blessaður.

Á boða háum
brotnar aldan,
bylgjast tár bráar,
er boðar trú;
-bjargfastur.
Upp rís aftur
aldir lifir
góður drengur
djúpt í huga
dvelur allra blíðastur.

Máría hreina,
mætust komdu,
villtu þinn vin,
til himna hefja;
- af víðsævi.
Höndum haltu
er heilsar þrenning,
honum okkar
og fagnar föður,
við ferðalok á langri ævi.  
ÆRIR
1959 - ...
Ort eftir andlát Jóhannesar Páls páfa, 2005


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan