Í bældri lautu
Í náttúrutransi þú naust að vera til,
nýöld rann upp,
mosinn var svo mjúkur.
Augum til himins skaust er skýin runnu hjá
og skyndilega straumur frá þér til miðju jarðar
vakti mig af draumi.

Álengdar ég stóð, alkenndur nýrra ljóma
og álútur sá
fléttur vafðar fimlega um steina.
Þú lást í mosa og lagðir eyra að sverði
og laumaðist í hjarta hvers er dreymir.
Aldrei gleymi ég þeim straumi.

En allir draumar í dögun aftur hverfa
sem dögg í sólu.
Það andartak er mosinn aldrei gleymir
okkar sögu sem ekki í raun er til.
Í bældri lautu er draumur minn í dvala
dálítið sem einn ég á í laumi.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan