Fjallkonan í Kárahnjúkum
Skella á jörðu skeifur fáksins rauða
skammt er liðið af degi fæddum nýjum.
Hratt er farið, hugur hjá þeim blauða
er höggva skal er veður tungl í skýjum.
Býr þar hefnd sem feigð og fríun hvetja.

Í moldargötu var mærin yfirgefin
meidd á hjarta og blóði drifið hár.
Fast um tauminn hnyklast krepptur hnefinn
og hnúar hvítna svo auga fellir tár.
Ekkert afl mun ólgukraftinn letja.

Sú fagra mey er fjallasali byggði
nú fallin er, úr sárum blóðið streymir
Lýtur höfði vættur er varnir tryggði,
von og trú í dýpi hugans geymir.
Þá blikna ský og bærast tregastráin
 
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan