Hnykkur
Á móálóttu klárhrossi og merarsyni,
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitirnar reið skartbúinn knapi.
Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal harðan svörðinn á foldinni þola.
Því trylltur var drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki honum henti.

Upp reis hann aftur og aldrei skal þola,
öðrum að kætast ef dettur af fola.
Höfuðið uppi skal hátt áfram bera,
höldur er ríkir í ásinum þvera.
Þó marinn sé bógur og blá sé nú lend,
bugast mun aldrei og engin sú kend,
í huga hann þekkir, því þraukar hann enn,
þrautirnar vinnur, á bak fer hann senn.  
ÆRIR
1959 - ...
Hér segir frá því þegar Ærir féll af hestbaki


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan