Í heiðinni
Vina mín í heiðinni,
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín í láginni
med litföróttum stráum
og læk er hvísluðu
-sögu þína i eyra mitt.

Vina mín í heiðinni,
ertu horfin á braut.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín á flötunum
horfði á vindinn
og vellandi gauk
-rita sögu þína i skýin.

Vina mín í heiðinni,
hví er hörund þitt svo fölt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín hjá fellunum
fingur mínir snertu
fannhvítt hörund þitt
-og námu sögu þína

Vina mín í heiðinni,
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
einn á milli jökla
eldur brennur í æðum
og augun þín skær
-sögðu mér söguna alla.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan