Löngufjörur
Er dagur rennur döggin sólu kyssir
og dagbjört bíður sjónarrönd í hafi.
Á fjörum löngum fæðast sker úr kafi
og fyrirheit sem aðeins ein þú vissir.

Þar aldan gárar eilíf létt við fætur,
og öðuskel á fjörugrjótið leikur.
Þú aldrei aftur orðið getur smeykur,
ef undralagið heyrir baki nætur.

Nú daggarbjartur drösull svífur heiður,
í dýrlegri reið engin orðin mælir,
er jórinn ber þig jökli nær svo hraður.

Í eyjum fjarskans ernir búa hreiður,
og urta ein við fjöruborðið gælir,
þá hugsýn geymdu í hjarta þínu glaður.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan