Sáluhjálp
Lítið að gera og ligg á fleti,
læðist um á interneti.
Varla lengur að vilji og geti,
vesæll nema bíða í leti.

Ef að einhver áttu ráð,
andans bæta máttu dáð.
Litlu korni líka sáð,
léttir huga nú í bráð.

Sólin vermir kalda kinn,
kemst þó varla í sálu inn.
Hrjúft er þetta heljar skinn,
hylur vanda enn um sinn.

Upp, upp minn andi rís,
ásjónuna bjarta lýs.
Eldur sá er í æðum gýs,
aftur nú til alls er vís.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan