Bláskel
Í storminum stóðstu styrkur og keikur,
svo stæltur að baráttan reyndist leikur,
við forynju fagra þú glímdir í nótt,

en fannst undir morgun að hjarta varð rótt,
er forynjan breyttist í blómknappadís,
sem bláskel fögur úr ólgandi hafinu rís.

Ó, geymdu þá munúð, - og mundu þann brag
er forynjan breyttist við blómknappans lag.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan