Haust
Komið er haust
og kaldir vindar,
í kotinu eldurinn þrotinn.
Frosið er vatnið
og freðin jörðin,
í fárviðri gróðurinn brotinn.

Það nístir að beini,
er næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vin minn hugga.

Skefur af þekju
og skaflarnir myndast
skjól er ei lengur að hafa.
Bylurinn lemur
og bálviðrið geysist
bundið í hlekki og klafa.

Enn nístir að beini
það næðir um glugga,
hvað læðist á kvöldin
kalið í dimmum skugga.

Króknar í rökkri
og kvikan er frosin
hvenær fer veðrið að hægja.
Augun þau stara
og stara út í bláinn
steinrunnin ógninni bægja.

Það nístir að beini,
það næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vininn minn hugga.

 
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan