Úr skáldfákadrápu
Ó, skáldfákur mikli á sköpunarvegi,
skemmtu í ljóði á fegurstum degi.
Hetjuleg kvæði, sem heimsljósi skæru
á hetjurnar varpa og meyjarnar kæru.
Alvaldur heimsins okkur má styrkja,
er aumur þinn þjónn um hetjur skal yrkja.
Megi vor andi frá minningum greina,
máttugum sögum um meyjar og sveina.

Við skjaldmeyjar fagrar og forynju kvalda
fáumst í kvæðum, við minningar staldra,
er greina frá stríði þess góða og illa,
er geysar um heiminn og vert er að stilla.
Við hringborðið vaskir heilsast þeir drengir,
er heim komu glaðir, er daganna lengir
Brátt munu kveða í brimhljómsins anda,
bögur um hetjur sem að eilífu standa.

Öfl munu vakna, er um aldir hafa sofið,
á Íslandi hafa bergrisar sáttmála rofið.
Kvæða mun kraftur hetjunar fjötra,
kremja og brjóta, í fjöllunum nötra.
Kyndir þá aflið er kveðin er bragur,
kemur upp sólin og fæðist nýr dagur.
Nú kappanna fákar kætast og lofa,
kominn er dagur og engin má sofa.

Í dag eru frásagnir færðar í letur,
er fæddust í huga, þess er smátt annað getur.
Skáldfákur vakur, mér vaktu hjá núna,
er vályndir tímar mér taka burt trúna.
Svo færa ég megi kóngi eitt kvæði,
að köppunum fræknu vísubrot læði.
Drápuna eina fær drengurinn sanni,
dýrt skal kveðið í skáldfáka ranni.
 
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan