

Vina mín í heiðinni,
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín í láginni
med litföróttum stráum
og læk er hvísluðu
-sögu þína i eyra mitt.
Vina mín í heiðinni,
ertu horfin á braut.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín á flötunum
horfði á vindinn
og vellandi gauk
-rita sögu þína i skýin.
Vina mín í heiðinni,
hví er hörund þitt svo fölt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín hjá fellunum
fingur mínir snertu
fannhvítt hörund þitt
-og námu sögu þína
Vina mín í heiðinni,
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
einn á milli jökla
eldur brennur í æðum
og augun þín skær
-sögðu mér söguna alla.
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín í láginni
med litföróttum stráum
og læk er hvísluðu
-sögu þína i eyra mitt.
Vina mín í heiðinni,
ertu horfin á braut.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín á flötunum
horfði á vindinn
og vellandi gauk
-rita sögu þína i skýin.
Vina mín í heiðinni,
hví er hörund þitt svo fölt.
Veistu ekki að ég vakti
og beið þín hjá fellunum
fingur mínir snertu
fannhvítt hörund þitt
-og námu sögu þína
Vina mín í heiðinni,
hvar varstu í nótt.
Veistu ekki að ég vakti
einn á milli jökla
eldur brennur í æðum
og augun þín skær
-sögðu mér söguna alla.