

Komið er haust
og kaldir vindar,
í kotinu eldurinn þrotinn.
Frosið er vatnið
og freðin jörðin,
í fárviðri gróðurinn brotinn.
Það nístir að beini,
er næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vin minn hugga.
Skefur af þekju
og skaflarnir myndast
skjól er ei lengur að hafa.
Bylurinn lemur
og bálviðrið geysist
bundið í hlekki og klafa.
Enn nístir að beini
það næðir um glugga,
hvað læðist á kvöldin
kalið í dimmum skugga.
Króknar í rökkri
og kvikan er frosin
hvenær fer veðrið að hægja.
Augun þau stara
og stara út í bláinn
steinrunnin ógninni bægja.
Það nístir að beini,
það næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vininn minn hugga.
og kaldir vindar,
í kotinu eldurinn þrotinn.
Frosið er vatnið
og freðin jörðin,
í fárviðri gróðurinn brotinn.
Það nístir að beini,
er næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vin minn hugga.
Skefur af þekju
og skaflarnir myndast
skjól er ei lengur að hafa.
Bylurinn lemur
og bálviðrið geysist
bundið í hlekki og klafa.
Enn nístir að beini
það næðir um glugga,
hvað læðist á kvöldin
kalið í dimmum skugga.
Króknar í rökkri
og kvikan er frosin
hvenær fer veðrið að hægja.
Augun þau stara
og stara út í bláinn
steinrunnin ógninni bægja.
Það nístir að beini,
það næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vininn minn hugga.