Kalt Janúarkvöld
Upp á himnum
Langt, langt í burtu.
Á fallegu skýi
Situr lítill og fagur drengur

Þessi drengur
Er engill sem
Vakir yfir
Mönnunum.

Hugsar til
Þeirra með hlýju
Og yl
Sem þeir ylja sér við
Á köldu Janúarkvöldi.  
Júlía A.
1987 - ...
19. janúar 2006


Ljóð eftir Júlíu A.

Gimsteinn
Engill
Þessi augu
Litla telpan
Fuglinn
Hamingjan
Hann
Ferðafélagi
Sorg
Frjáls sem fuglinn
Kalt Janúarkvöld
Söknuður
Horfinn
Nú þú hjá englunum sefur
Minning þín lifir