Munaðarlaus
Það snjóar.
Það er kalt.
Hún hleypur
eftir köldum götunum.

Hún er hrædd
og hræðslan skín
úr fölu andliti hennar.

En við hvað?
Hvað hræddi hana?
Hvað var hún að flýja?

Hún lagði mig niður
í dimmt þröngt sund.
Hún hvíslaði að mér
að henni þætti þetta leitt.

Svo hvarf hún
út í myrkrið
og kom aldrei aftur.

Allt varð hljótt.
Ég var ein.
 
Hulda Loftsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Huldu

Týnd sál
Munaðarlaus
Hatur
Andlit lífsins
Til mömmu og pabba
Heimur einmannaleikans
Ó nefnt
Frelsi
Til pabba
Myrkur
Fyrirgefðu mér
Ég elska....
Segðu mér
Minning
Lítið ljós
Hvað nú?