

Þá er hann kominn
með grýlukerti í skeggi
og hríðarbagga á herðum.
Þungstígur gengur hann
um garð, hvassyrtur.
Glaðbeittir stika
Frosti og Snær
í fótspor.
Draga helslóða yfir auðnutefta menn
á ögurstundum.
Þolgóð bjóðum við hann
velkominn
með átveislum
til árs og friðar.
Ásjón.