friður og stríð
(friður)
barn á hjóli
blóm í glugga
bros á vör
glampi í augum
hlátur
(stríð)
lík barns
brotin rúða
tár móður
sorg í augum
byssur - dauði saklausra
sprengjur - eyðilegging
(friður)
móðir stendur út í glugga, finnur ilminn af nýútsprungnum blómum, heyrir hlátur barns síns sem er á hjóli í garðinum. hún fær glampa í augun, hjarta yfirfullt af ást á saklausu lífi.
(stríð)
skyndilega þagnar hláturinn, rúðan springur, blómin hverfa, augu móður fyllast skelfingu er hún sér að saklaust barn sitt fær skot í hnakkann, hjartað yfirfullt af sorg eftir saklausu lífi.
barn á hjóli
blóm í glugga
bros á vör
glampi í augum
hlátur
(stríð)
lík barns
brotin rúða
tár móður
sorg í augum
byssur - dauði saklausra
sprengjur - eyðilegging
(friður)
móðir stendur út í glugga, finnur ilminn af nýútsprungnum blómum, heyrir hlátur barns síns sem er á hjóli í garðinum. hún fær glampa í augun, hjarta yfirfullt af ást á saklausu lífi.
(stríð)
skyndilega þagnar hláturinn, rúðan springur, blómin hverfa, augu móður fyllast skelfingu er hún sér að saklaust barn sitt fær skot í hnakkann, hjartað yfirfullt af sorg eftir saklausu lífi.
samið 27.febrúar 2003
Er þetta það sem fólk vill - dauða saklausra ?
Er þetta það sem fólk vill - dauða saklausra ?