Ljóðvana kyrrð.
Við ljóðvana kyrrð
í láreistu húsi
bjó andi minn
Og andi minn flaug
uns hann lenti að lokum
við launstíg sinn.
Með brothættan reyr
hinna staðlausu stafa
studdist ég þá,
því andi minn átti sér
ókleif takmörk
en eilífa þrá.