

Þegar vorsins ljóðaleikur
lætur óma þíða strengi,
þegar frjómagn fyrstu grasa
fer að lita tún og engi,
er sem þúsund klukkur kalli:
komdu vinur útí bláinn,
leggðu frá þér vanaverkin;
veturinn er löngu dáinn.
Framundan er sól og sumar
sjáðu, lífið herðir tökin,
enn á vori landið ljómar,
lítum hátt og réttum bökin.
Gleymum stormi,kulda og klaka,
komum vinir útí bláinn.
leiðir okkur langa vegu
ljósið bjart og ferðaþráin.