Hausthveðja.
Ég kveð þann reit er gaf mér gæfu og yl,
þar gleðin við mér hló.
Nú haustar að og héla sest á grein
og hrollur fer um skóg.
Dulið afl um daga og nætur æ
dregur tímans plóg
Það er kvíslað þungum, dimmum róm:
þér er skammtað nóg.