

Ég gekk útá veginn
og gleðin brann mér í hjarta
því góðir vinir leiddu mig
útí vorið
Maínóttin andaði ilmi
frá ungum gróðri,
ástin og lífið virtist endurborið.
Í gáleysi vorsins
gekk ég hratt um veginn
og gleymdi að sjá mínum
ráðvilltu fótum forsjá.
Á örskotsstundu
var ég af veginum sleginn
og vegurinn drakk mitt blóð
með opnum munni.
Ásjón.