Úti við sjó
Ungur maður bjó
í húsi út við sjó,
björg sína úr því hann sér dró.
Hann óttaðist fátt,
fann sjaldan vanmátt.
Við Guð hann lifði í sátt.
Að óttast afkomu hann þekkti ekki
sinn eiginn herra, laus við hlekki.
vann á sínu eigin dekki.
Gjöful mið alltaf hann fann.
Guð er góður, sagði hann
á meðan hann vann.
En svo hætti sjórinn að gefa
og við Guð hann byrjaði að steyta hnefa
og í hjarta kveiknaði ótti er hann náði ekki að sefa.
Guð hann getur ekki verið góður,
ef hann lætur mig fara tilgangslausan róður.
Láta mig draga þyrsklingsfull netin er ég er þreyttur og lafmóður.
Nei slíkur Guð er ekki góður.
Í húsinu árin liðu og hjartað brann.
úti við sjóinn hvar hann miðin sín fann.
Einn áfram þraukaði hann.
Og á bana beði sínu
leið hann kvöl og pínu
hugsandi um gömlu miðin fínu.
Jafnvel ekki rétt áður en hann dó
gat hann í hjarta fundið frið né ró.
En Guð vitjaði hans þó.