CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Tungumál eru að deyja út
sömuleiðis þjóðflokkar.
Gömul indíánakona, meir í ætt við Inka
heldur en amríku indíánann
talar við sjónvarpið dauðri tungu.
Enginn lærir af- né hlustar á hana.
Hún er ein eftir og sjónvarpið svarar ekki til baka.
sömuleiðis þjóðflokkar.
Gömul indíánakona, meir í ætt við Inka
heldur en amríku indíánann
talar við sjónvarpið dauðri tungu.
Enginn lærir af- né hlustar á hana.
Hún er ein eftir og sjónvarpið svarar ekki til baka.
Ég skrifa þennan knappa texta eftir að hafa horft á frétt á cnn frétta stöðinni sem fjallaði um innreið iðnvæðingar og vestrænnar menningar inn í lokað frumbyggja samfélag. Allir menn, konur og börn voru haldin til borgarinnar eða farinna að taka upp vestræna hætti og gömul kona ein var eftir með sitt mál, menningu og siði. Þetta er ágætis áminning um hvaða áhrif vestræn menning getur haft á lítil samfélög.