Læt hugan reika
Ég læt hugan reika
til fjarlægra geima
og stroka út fortíð
dauðans nið
Ég ræki minn boðskap
og hugga mig við
þína návist og auðmjúka dýrð

Nú veit ég ei gjörla
hvort framtíðin hlær
Fer ég á honum Sörla
og brokk' honum niðrí bæ

Ég sæki minn poka
og honum ég loka
Hef hugsað mér að
raka inn peninga
Ég beiti seglum þöndum
og hnýti mínum böndum
við vindnum og golunnar frið

Ég tek mig taki
að í fingrunum braki
og huga að lokuðum gleðinnar dyr
Ég strík mínum skjöldum
eins og við sömdum
og þú veist að ég gaf þér grið.

Nú hugsa allir um sitt eigið skinn
Teljum það á hendinni, fingurnir fimm

Þú skalt ei bogna
þótt börnin ei sofna
Þau tala sitt fallega barnamál
Við styðjum við bakið
það er úr huganum rakið
Af neista verður gneistandi bál. 
Hvirfilbylur
1976 - ...
Þetta er sönglag, sem ég hef sett nótur við. Það hljómar nokkuð skemmtilega


Ljóð eftir Hvirfilbyl

Uppruni okkar
Í dagsins önnum
Hjáguðinn Njörður
Læt hugan reika
Spádómur örlagakvenna
Vetrakonungur er kominn
Stundin er runnin upp
Fuglahræðan í garðinum
Kardinálarnir eru fróðir
Geitin á klettasillu
Panflauta og hljómur fagur
Stjörnuglampi á himni
Málpípa
Djásnið í sálarfljótinu
Tíðarandi hljómfræðinnar
Draumaheimur
Biskupsins ávarp
Það skiptist skin og skúrir
Á rökstólum
Undrabarnið Mozart
Með kostum og kynjum
Hæfileikaríka skáldið
Framtíðarstarfið
Draumalandið
Jólanótt
Fjarsjóður í bankahólfi
Álfkonan í sauðagærum
Undraheimar
Trú á betra líf
Sviknu piparkökurnar
Fangaeyjan Ísland
Hagvöxtur
Laukrétt