Framtíðarstarfið
Það væri gaman að takast á við
ögrandi verkefni
Hætta liggja í endalausri bið
hætta liggja í eilífðum svefni

Reyna takast á við tilveruna
safna að sér eigin sjóð
Hætta eigast við einveruna
og hætta semja falleg ljóð

Sumir eiga sér framtíð
Liggja á peningum eins og ormar á gulli
Þeir agnúast útí iðjuleysingjan
Og biðja hann að hætta öllu kaffi-sulli

Þeir gagnrýna aðra
svo um munar
Þannig að þeir missa alla rænu
Missa tilgang lífsins
Missa tilganginn að vinna
Þess vegna vilja þeir
ganga um götur borgarinnar
og ekki gera neitt.

Þú sefur fram á miðjan dag
og þykir vænt um koddann mjúka
Þykir gaman að semja fallegt lag
Vilt reyna öllu að ljúka

En samt gerist ekkert
ekki neitt
Þú lifir dag eftir dag
ekkert gerist
Þú horfir á sjónvarpið
og hlærð í smá stund
en ekkert gerist
Þú stendur uppúr sófanum
og ekkert gerist
Þú horfir útum gluggan
og sérð bíla fara fram hjá

Það eina sem stendur uppúr
er þegar þú kemst í hrein föt
Þegar þú hlustar á fallegt lag
Þegar þú færð góðan mat
Þegar þú elskar koddan þinn
þegar skyggja tekur
þú elskar hann svo mikið
Að þú sefur fram á miðjan dag











 
Hvirfilbylur
1976 - ...


Ljóð eftir Hvirfilbyl

Uppruni okkar
Í dagsins önnum
Hjáguðinn Njörður
Læt hugan reika
Spádómur örlagakvenna
Vetrakonungur er kominn
Stundin er runnin upp
Fuglahræðan í garðinum
Kardinálarnir eru fróðir
Geitin á klettasillu
Panflauta og hljómur fagur
Stjörnuglampi á himni
Málpípa
Djásnið í sálarfljótinu
Tíðarandi hljómfræðinnar
Draumaheimur
Biskupsins ávarp
Það skiptist skin og skúrir
Á rökstólum
Undrabarnið Mozart
Með kostum og kynjum
Hæfileikaríka skáldið
Framtíðarstarfið
Draumalandið
Jólanótt
Fjarsjóður í bankahólfi
Álfkonan í sauðagærum
Undraheimar
Trú á betra líf
Sviknu piparkökurnar
Fangaeyjan Ísland
Hagvöxtur
Laukrétt