Kardinálarnir eru fróðir
Með opin huga fyrir nýjum straumum
það gæti opinberast í næturdraumum
um nótt huldukona kemur og mælir
Þú allar ástmeyjar þínar fælir

Það er sannleikskorn í þessum orðum
jafnvel þegar forseti deilir fálkaorðum
Hann undirbýr daginn með göngutúr
og konan hans fer á megrunarkúr

Í firndinni höfðust við Víkingar
uppruni okkar er þaðan
Í þessu ljóði nota ég líkingar
Ég ætla að gera þjóðarleiðtogan glaðan

Með bros á vör, og jafnaðargeð
hann mælir við þjóð sína
Hinir frambjóðendurnir eru á tafli peð
Nú tekur hann flugið til Kína

Ég skil ykkur góðu Kínverjar
þið eruð auðmjúkir og góðir
Kannski ég fari einnig á fund Rómverja
Kardinálarnir eru fróðir


 
Hvirfilbylur
1976 - ...
Hér slæ ég á létta strengi, og tala gegnum forsetann þar sem hann talar vel til Kínverja, og þá skemmtilegu hugdettu að hann bregði sér til Rómar, og fari á fund Kardinála. Ennfremur geri ég það að aðhlátursefni, því enginn er hans jafningi, þ.a.s.e Ólafs Ragnars Grímssonar, og að frambjóðendurnir eru peð á tafli hans.


Ljóð eftir Hvirfilbyl

Uppruni okkar
Í dagsins önnum
Hjáguðinn Njörður
Læt hugan reika
Spádómur örlagakvenna
Vetrakonungur er kominn
Stundin er runnin upp
Fuglahræðan í garðinum
Kardinálarnir eru fróðir
Geitin á klettasillu
Panflauta og hljómur fagur
Stjörnuglampi á himni
Málpípa
Djásnið í sálarfljótinu
Tíðarandi hljómfræðinnar
Draumaheimur
Biskupsins ávarp
Það skiptist skin og skúrir
Á rökstólum
Undrabarnið Mozart
Með kostum og kynjum
Hæfileikaríka skáldið
Framtíðarstarfið
Draumalandið
Jólanótt
Fjarsjóður í bankahólfi
Álfkonan í sauðagærum
Undraheimar
Trú á betra líf
Sviknu piparkökurnar
Fangaeyjan Ísland
Hagvöxtur
Laukrétt