

Þessir litlu puttar - skilja eftir svo mikið með litlu fingraförum sínum
Þessar litlu tær - skilja eftir svo mikið með litlu fótsporunum sínum
Þessi stóru augu - skilja eftir svo mikið með augnaráði sínu
Þessi litli munnur - skilur eftir svo mikið með litla bablinu sínu
Þessi litlu eyru - sem hjálpa þér að læra að hlusta og tala
Þessi litli drengur - sem skilur svo mikið eftir sig með hverju hljóði, hverju fótspori, hverri snertingu.
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og kennt þér um Guð og lífið
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og verndað þig
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og sagt þér hversu heitt ég elska þig
Ég sakna þín litli drengur
Þessar litlu tær - skilja eftir svo mikið með litlu fótsporunum sínum
Þessi stóru augu - skilja eftir svo mikið með augnaráði sínu
Þessi litli munnur - skilur eftir svo mikið með litla bablinu sínu
Þessi litlu eyru - sem hjálpa þér að læra að hlusta og tala
Þessi litli drengur - sem skilur svo mikið eftir sig með hverju hljóði, hverju fótspori, hverri snertingu.
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og kennt þér um Guð og lífið
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og verndað þig
Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og sagt þér hversu heitt ég elska þig
Ég sakna þín litli drengur
Samið 12.nóvember 2003.
Þetta ljóð tileinka ég litla systursyni mínum sem býr í Danmörku. Ég sakna þín svo sárt elsku litli frændi, hugsa til þín á hverjum degi.
Þetta ljóð tileinka ég litla systursyni mínum sem býr í Danmörku. Ég sakna þín svo sárt elsku litli frændi, hugsa til þín á hverjum degi.