Fyrsti snjórinn.

Kvöld,
kolsvart myrkur
haustsins.
Umlykur dáinn gróður
liðins sumars.

Engin birta.
Skammdegi,
nóttin tekur völd.
Sálin kikknar
í fjarska er vorið
óraveg í burt.

Bresta sálir
sorgin tekur völd.
Birta hvar ertu ?
Þráin í ljósið æpir
Hér uppgefast margir
og hverfa á braut.

Morgun,
bjartur og tær
Helsi myrkurs og sorgar
víkur.
Yfir fallinn gróður
liðins sumars
breiðist voð
hins fyrsta snævar.

Sorgmæddar sálir
lyftast á ný
Birta kaldrar mjallar
hrekur burt myrkrið.
Það er sem vori á ný
í myrkvuðum hugum
kvalins manns.
Hversu mörgum bjargar
fyrsti snjór haustsins ?
 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.