

Kvöld,
kolsvart myrkur
haustsins.
Umlykur dáinn gróður
liðins sumars.
Engin birta.
Skammdegi,
nóttin tekur völd.
Sálin kikknar
í fjarska er vorið
óraveg í burt.
Bresta sálir
sorgin tekur völd.
Birta hvar ertu ?
Þráin í ljósið æpir
Hér uppgefast margir
og hverfa á braut.
Morgun,
bjartur og tær
Helsi myrkurs og sorgar
víkur.
Yfir fallinn gróður
liðins sumars
breiðist voð
hins fyrsta snævar.
Sorgmæddar sálir
lyftast á ný
Birta kaldrar mjallar
hrekur burt myrkrið.
Það er sem vori á ný
í myrkvuðum hugum
kvalins manns.
Hversu mörgum bjargar
fyrsti snjór haustsins ?