Það birtir á ný.
Nóttin kemur, myrkrið sækir á
Stjarna lífsins horfin
handan sjóndeildarhrings
lífið drepið í dróma
bíður nýs dags.

Nóttin hefur gleypt daginn
svartnættið hylur storð.
Skuggarnir farnir,
hrollkaldur vindur
æðir um jörð.

Þegar allt virðist glatað
frostið og myrkrið
hafa tekið öll völd.
Þá fer lífgjafinn bjarti
að lyftast á ný.

Dagarnir lengjast
skuggarnir birtast,
lífsneistinn kviknar
frost sleppir tökum.
lífsklukkan tifar á ný.

Þegar vorið er komið
gróðurinn lifnar
og loftið fyllist af fuglanna klið.
Þá birtan flæðir um myrkvaðar sálir,
dauðvona lifna á ný.





 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.