Brostin ást.
Taumlaus fögnuður
hlátrasköll, barnsleg gleði
kallað, talað, æpt.
Sögur sagðar,
framtíð hugsuð
allstaðar bjart.
Það er margt sem að gerist
þegar ástin nærir sál.
Allt er fagurt, allir góðir.
Endalaust sumar
kúrt og kelað.
Andvökunætur
mjúk nóttin
af mildi strýkur hold.
En allt í einu
brestur ástin.
Óboðinn gestur
á skítugum skónum
treður á ást
sem var heilög, himnesk
varð martröð hins blinda manns.
Sorgin bugar áður glaðan hal.
Í stað gleði
birtist sorgin.
Sálarkvöl.
Þar sem áður var bjart
er nú myrkur.
Logi dýrðar kulnar
hefndarhugur
ljótleikans tákn.
Það eina sem er eftir
af stærstu ást þessa lífs
er minning sem nærir
fögur og tær.
Fylgir til efsta dags.