Kárahnúkar (Im memoriam)
Náttúrunnar listaverk
fjarri mannaferð
hljóðlát dýrðarvin.
Kolmórrauð Jökla
nagar berg og byltist
um myrkranna djúp.

Árniður, vindsins gnauð
fuglanna vængjatök,
ljóssins leikur,
sálarinnar staður,
þar finnur hugurinn hvíld.

Fjallanna þögn er rofin.
Öskrandi stál,
mannmergð,
hrynjandi björg.
Árniður horfinn,
fegurðin farin,
fuglarnir horfnir á braut.

Mannanna verk,
skammsýni,
skemmdarfýsn,
í nafni mammons hins mikla.
En...
lítt vitrir stjórnendur þjóðar
horfa á líðandi stund.
Hörmungar fáviska
ríður um garð.

Framtíðin dæmir verk þeirra allra
sem skammsýni og heimsku.
Landið, sem börnin erfa
eru rústir þess, sem var.
Sköpunaverkið mikla
horfið, ónýtt, nauðgað.
Landið blæðandi sár
það senn mun hverfa í djúpið.

 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.