Fortíð-framtíð.
Tómir salir,
bergmál veggja
hvítra, auðra.
Sem glampi hins liðna
mætir nútímans
stund.
Hvað veldur.
Eru draugar fortíðar,
komnir á ný ?
til þeirrar stundar sem nú er.
Þar skilja þeir eftir svöðusár,
sár hins liðna,
sem gróa ei.
Böl líðandi stundar,
nútímans,
er kvöl fortíðar
Kvöl sem varð til
þegar myrkrið tók sálarinnar ró.
Horfum eigi um öxl.
Framundan er framtíðin,
björt, fögur.
Rísandi sól við sjóndeildarhring,
bjartsýni, vonir, þrá.
Svartnætti fortíðar að baki
Þokukennd minning,
liðins tíma.