Hvað er ást ?
Er það leikfimi hugans,
eða líkamans kall
á nautnir og fýsn.
Eða er hún til bara til fyrir
holdsins fullnæging ?
Er það löngun í eitthvað ?
sem engin veit hvað er.
Er það viðbragð
ófullkomins líkama
til fjölgunar stofnsins
sem stjórnar því dýri
aleitt og sér.
Er hún ef til vill himnesk
komin frá guði ?
Eitthvað sem engin skilur
né sér.
Eitthvað sem til er í ljóðum og sögum,
skáldanna hugfóstur,
löngun og þrá.
Sú ást sem ég þekki
er undarleg skeppna.
Tekur öll völd afur og æ.
Hún stjórnar öllu,
sem ég hugsa og geri.
Valdalaus er ég
og engu um það ræð.
Rekald í lífsins ólgu,
fastur í örlaganna
margslúngna vef.