 Gleði.
            Gleði.
             
        Gleði,
hamingja, hrifning,
tárin flóa,
sálin titrar,
er streyma fram tónar
tónverks.
Einlægir, bjartir, fagrir.
Dýpsta tjáning
frá fagurri sál saklauss barns.
Þeir græða sár ástar
sem aldrei gleymist.
 Gleði.
            Gleði.
            