Vor ?
Vor í lofti !!
í vetrar myrkri
streymir frá suðrænum sælureitum
sumarblíða
djúpt
inn svartnætti norðurhjarans
og lýsir hann upp.

Er tímaklukkan farin að hökta?
Snúast árstíðir við?
Tekur lífið aðra stefnu
á okkar dýrðlegu Jörð?
Eilíft vor, endalaust sumar
Er það sem bíður
okkar barna ?


Horfnir dimmir, kaldir vetur
horfið frost og snjór.
Horfnir hafíssflákar
stórhríðar og él.
Eftir er eilífðar vor
það lyftir sálum í hæðir
sælu.

Bjartsýni, gleði, fegurð
er það sem allir sjá.
Í stað deyfðar og drunga,
hamingja og sæla
fögnuður, gleði.
Landið okkar kalda,
er blíðara
en fyrr.
 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.