Lífsförunautur
Makalaust
Torvelt reynist tilhugalífið
líkt og illa melt máltíð
Teningunum er kastað
tala þinna tækifæra

Á sumum rétt smakkar
sólarstund svartrar nætur
með fáeinum þú festir ráð þitt
hafirðu á þeim slíkar mætur

Stúlka þinna drauma
dregur hana af handahófi
strá úr heilum akri
sætur moli úr sykurkari

Púsluspil persóna
milljarðir brota
ómöguleg pörun
og þú lætur þér nægja
að troða saman
tveimur misstórum

Að endingu
Giftur og gefinn
af einskærri hendingu
líkt og falli af himnum
skær stjarnan, fullkomin samsvörun

En með konu og kettlinga
börn og ógrynni reikninga
fastur í viðjum lífsins
þú hristir hausinn og hugsar
kannski, kannski í næsta lífi?

 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...
Jaa, brandnew ljóð (2004) sem mig vantar þó að bæta endinn, síðustu málsgreinina, svo betur komist til skila.


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans