Bréfið
Ég sit yfir bréfi,
skrifa með lífsins krafti,
hver stafur, er þinn stafur
þannig held ég áfram,
þartil bréfið er orðið autt,
þá stíla ég það og sendi
frímmerkið er falleg rós í blóma
en umslagið, það er hvítt og dautt
ég vonast dag hvern eftir svari
þannig geng ég með flugu í höfði
en aldrei fæ ég svar,
því ég stílaði bréfið, á rangan stað.
 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans