Eftir kaffi á Súfustanum.
Maður grúfir hendur við andlit sitt og lætur eins og hann vilji ekki sjást eða þekkjast. Ég horfi á hann um hríð og dettur í hug Frey P. Njarðvík! En hugsa svo; Nei, hann myndi ekki fela sig svona. Ég fæ osta kökuna og fylgdarmaður minn súkkulaði köku án rjóma og svo erum við báðir með venjulega upp á hellingu fyrir kaffi. Við gæðum okkur á veitingunum og sötrum á kaffinu Þar til annar maður vekur upp hjá mér athygli. En það er stakur maður við borð gengt mér með blöðru! Hvað er hann eiginlega að býsnast með þessa blöðru? Ætlaði hann að halda einhverri fröken afmæli sem fór svo í súginn? Eða átti hann sjálfur afmæli og var því ekki dapur?