Gamli bærinn
Út við bláan, bjartan sæinn
heimsótti ég, gamla bæinn.
Gekk með staf og lúna hönd
um átthagana, æsku lönd.
Stirð var mjöðm, er kom í hlað
sjá burstir fallnar, foldu að.
Áður fyrr, hann styrkur stóð
steina sjálfur í hann hlóð.
Öldungar báðir, orðnir erum
ellihrumleikann, á okkur berum.
Æskuljóminn, af okkur áður lýsti
og laglega húsið, mig ungan hýsti.
Líf og fjör, hlátur og grátur,
gras slegið og sett í sátur.
Hani á hlaði, hross í haga
fullt af verkum, alla daga.
Þakka nú fyrir, öll þessi ár
þrautir, þroska og hamingjutár.
Lík ég lífsgöngunni brátt,
þreyttur er orðinn, kveð í sátt.
Ég hvíldinni fagna, heima er best
nú kvöldið er komið, sólin sest.
heimsótti ég, gamla bæinn.
Gekk með staf og lúna hönd
um átthagana, æsku lönd.
Stirð var mjöðm, er kom í hlað
sjá burstir fallnar, foldu að.
Áður fyrr, hann styrkur stóð
steina sjálfur í hann hlóð.
Öldungar báðir, orðnir erum
ellihrumleikann, á okkur berum.
Æskuljóminn, af okkur áður lýsti
og laglega húsið, mig ungan hýsti.
Líf og fjör, hlátur og grátur,
gras slegið og sett í sátur.
Hani á hlaði, hross í haga
fullt af verkum, alla daga.
Þakka nú fyrir, öll þessi ár
þrautir, þroska og hamingjutár.
Lík ég lífsgöngunni brátt,
þreyttur er orðinn, kveð í sátt.
Ég hvíldinni fagna, heima er best
nú kvöldið er komið, sólin sest.