Lyngbærinn
Í náttúrunni, í grænum lund
unum við með hesta og hund.
Haglega höfum, búið okkur ból
sem hlýju gefur og veitir skjól.

Undir fuglasöng, við þjóðbraut þvera
þrótt við finnum, hér viljum vera.
Með grösuga haga, allt um kring
Kollustein, tjarnir og fjallahring.

Í Þórisstaðalandi, staðurinn er
þar dansa má tangó og tína ber.
Bólið okkar bjarta, heiti fær
fagurt og farsælt, Lyngbær.

Mörgum árum, áður fyrr
sat við borð, dóttir kyrr.
Drátthög dró, Kolla á blaði
blómlegan bæ, með Birtu í hlaði.

Nafnið á bænum líka hún skráði,
sönnum framtíðar-fræjum þar sáði.
Því draumastaðurinn, hann er hér
og myndin fágæta, fundin er.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.