Yrja
Hryssan mín gráa,
hún djásnið mitt er.
Dásemd er í heimi hér,
hana sitja fangreista og fráa.

Með leiftrandi lund
fer um græna grund.
Djúpa dali, sanda lága.
leikandi læki og fjallvegi háa

Fótviss hún stígur
á tölti hratt.
Tignarleg sem tígur
niður fjallið bratt.

Yrja hún heitir
þetta magnaða hross.
Þó lengi þú leitir
ei finnur slíkt hnoss.

Kraumandi kraft, ótrúleg geta
frelsi í faxi verður að meta
Í fjallaferðum nýtur hún sýn
elskulega merin mín

Þegar sest er í hnakkinn,
þá reisist makkinn
Forustuhross, mikið í reið
henni liggur gatan greið

En á lokuðum velli, frelsini týnir
og bestu hliðarnar ekki sýnir.
Þá þarf hana að hemja
og stöðugt við að semja.

Minningarnar sem koma fram hér
saman streyma um hjarta mér.
Tengdar urðum órjúfa böndum
í faðmi frelsis, á fjöllum og söndum

Kolsvart folald með hvíta sokka
í tagli og faxi fallega lokka.
Leiftrandi ljúfleik bar með sér,
strax á þeim degi, er fæddist hún mér.

En litur hennar breyttist brátt
frá svörtu yfir í grátt.
Galvösk ennþá, 17 vetra er,
hagaljómi hvar sem hún fer.

Móðurhlutverki að sér snéri,
og eignast hefur litla meri.
Litla dóttur, lítið djásn
dansadi lipur, til hennar sást.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.