Lát ljós þitt skína
Lýstu upp myrkrið, lát ljós þitt skína
þá mun þér um hjartaræturnar hlýna.
Tendrast á ný þinn lífsins eldur
sem kvöl og svartnætti var ofurseldur.

Lítill neisti sem að báli verður
svo björtu, af Almættinu gerður.
Sem lýsa mun þér á lífsins vegi
jafnvel að nóttu sem og degi.

Kraftur og lífsgleði þér mun sýna
ljós, sem aldrei aftur mun dvína.
Himnafaðirinn son sinn þér sendi
Frelsarann, sem heldur um þína hendi.

Þú sérð ekki ef hugurinn er svartur
að við hlið þér gengur vinur bjartur.
Í gegnum gleði og hverja þraut
Hann lýsir þér á lífsins braut.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.