Ástin er...
ástin er heit
ástin er köld
ástin er sæt
ástin er súr

ástin er mjúk
ástin er hörð
ástin gefur
ástin tekur

ástin er birta
ástin er myrkur
ástin blómstrar
ástin fölnar

ástin er sæla
ástin er sorg
ástin er gleði
ástin er kvöl

ástin er einföld
ástin er margþætt
ástin fagnar
ástin hafnar

ástin er réttlát
ástin er ranglát
ástin er allt
ástin er ekkert

ástin er von
ástin er ótti
ástin nærir
ástin særir.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.