Gamli bærinn
Út við bláan, bjartan sæinn
heimsótti ég, gamla bæinn.
Gekk með staf og lúna hönd
um átthagana, æsku lönd.

Stirð var mjöðm, er kom í hlað
sjá burstir fallnar, foldu að.

Áður fyrr, hann styrkur stóð
steina sjálfur í hann hlóð.
Öldungar báðir, orðnir erum
ellihrumleikann, á okkur berum.

Æskuljóminn, af okkur áður lýsti
og laglega húsið, mig ungan hýsti.
Líf og fjör, hlátur og grátur,
gras slegið og sett í sátur.

Hani á hlaði, hross í haga
fullt af verkum, alla daga.
Þakka nú fyrir, öll þessi ár
þrautir, þroska og hamingjutár.

Lík ég lífsgöngunni brátt,
þreyttur er orðinn, kveð í sátt.
Ég hvíldinni fagna, heima er best
nú kvöldið er komið, sólin sest.


 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.