Rauðbrystingur
Yfir haf í hríðarbáli
og heljargreipar kulda
rauðbrystingur
raunarmæddur,
rakst að landi nýju.
Hann skríður einn um
skógarreiti,
og skelfdur
leitar hlýju.

Í hjartans öng
nú hræddur situr
en heyrir málið dulda,
sem gnýrinn ber
þá gnauðar í,
gnípum og
vetrarskugga.
Hver mun fuglinn
fagra hugga.

Það skefur að
og skaflar myndast,
skelfilegt er myrkur.
En tunglið eitt
það talar blítt
og teygir sína anga,
að flæking einum
er ferst í nótt
ef finnst ei
hjartagæska.

Þá rauðbrystingur
um rauðanótt,
reisir sína vængi.
Til tunglsins svífur,
tíminn hverfur,
titrar rödd í frosti.
Hann syngur lag
er síðan lærðu
sálir með
hjarta brostið.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan